|
Ég er ekki búin að skrifa svona lengi af tveimur ástæðum. Ég dvelst hjá honum föður mínum í augnablikinu og þar er ekki sómasamlegt internet (sumsé ekki adsl) og það er svo mikið vesen að tengjast að ég nenni því ekki fyrir utan það nú hvað tölvan hans pabba er mikið forneskjutæki og ræður ekki við neitt. Í öðru lagi hefur verið svo óskaplega mikið að gera. Það var frumsýning á Lísu á laugardaginn og þynnkusýning daginn eftir. Við fórum nefnilega í sund og svo partý á eftir og ég var komin heim um sjöleitið morguninn eftir. Í rútunni helltisdt "smá" svona bjór í keltuna á mér en til allrar hamingju áttum við leið fram hjá mínu yndislega heimili og rútubílstjórinn stoppaði þannig að ég gat stokkið inn og skipt um föt. Mér fannst mér takast frekar vel upp miðað við að ég valdi fötin á u.þ.b. tíu sekúndum!
Ég slasaði mig á sunnudagssýningunni, ég skallaði hjartakónginn í upphafssenunni og nú er ég blá og græn á vinstri kinninni! Eitthvað gekk nú á! Eruð þið ekki forvitin? Það verður menntaskólasýning á morgun, held að það verði einhver sér díll í verði. Annars kostar 1000 kall fyrir ykkur plebbana sem ekki eruð í MH eða NFMH
En endilega, skellið ykkur, það er þess virði, ég lofa!!!
skrifað af Runa Vala
kl: 08:33
|
|
|